Friðjón R. Friðjónsson

Eigandi og ráðgjafi

Friðjón R. Friðjónsson er einn eiganda KOM ráðgjafar. Friðjón á að baki langan feril almannatenglsum og ráðgjöf. Hann hefur einnig sinnt kosningaráðgjöf og skipulagi framboða á öðrum vettvangi, við forsetaframboð, Sjálfstæðisflokknum, í félagasamtökum og hjá öðrum hagsmunaaðilum. Hann hefur sinnt sérfræðistörfum á sviði upplýsingamála hjá dóms- og kirkjumálaráðuneytinu ásamt því að hafa unnið sem sjálfstæður ráðgjafi í tæknimálum og upplýsingamiðlun í Washington DC.

Síðastliðin ár hefur Friðjón sinnt hagsmunagæslu og almannatengslum, fyrst sem sjálfstæður ráðgjafi og svo hjá KOM. Hann hefur skipulagt og haft umsjón með fjölmörgum fjölmiðlaviðburðum, bæði í opinbera geiranum og einkageiranum.

Friðjón gegnir og hefur gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum víða, hann er meðal annars formaður skólanefndar Menntaskólans við Sund, situr í stjórn Sinfoníuhljómsveitar Íslands og stjórn Íslandsstofu. Þá hefur Friðjón setið í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins frá árinu 2012.