Gísli Freyr Valdórsson

Ráðgjafi

Gísli Freyr Valdórsson er ráðgjafi hjá KOM. Hann er stjórnmálafræðingur frá Háskóla Íslands. Frá ársbyrjun 2008 starfaði Gísli Freyr sem blaðamaður og pistlahöfundur á Viðskiptablaðinu en áður sem forstöðumaður gistisviðs Hótel Sögu. Þá var Gísli Freyr aðstoðarmaður innanríkisráðherra á árunum 2013-2014 og loks sölustjóri hjá lúxusferðaþjónustufyrirtæki á árunum 2015-2017. Þá rak Gísli Freyr eigið ráðgjafafyrirtæki frá árinu 2015 þar sem hann sinnti ritstörfum, viðskipta- og stjórnmálagreiningum, almannatengslaráðgjöf og fleira. Frá upphafi árs 2017 hefur Gísli Freyr ritstýrt tímaritinu Þjóðmál.

Gísli Freyr hefur gegnt ýmsum félagsstöfum síðasta áratug, m.a. setið í stjórn og framkvæmdastjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna. Þá hefur Gísli Freyr starfað sem ráðgjafi og kosningastjóri ýmissa stjórnmálamanna og komið að skipulagi ýmissa félagsstarfa. Gísli Freyr sat í stjórn Samhjálpar á árunum 2011-2015.