Óli Kristján Ármannsson

Ráðgjafi

Óli Kristján Ármannsson er ráðgjafi hjá KOM ráðgjöf. Óli Kristján býr að víðtækri reynslu af fjölmiðlum. Áður en hann kom til KOM starfaði hann í 12 ár hjá Fréttablaðinu sem blaðamaður í innlendum fréttum, bæði almennum og með áherslu á viðskipti og efnahagsmál. Hann gegndi þar hlutverki staðgengils fréttastjóra, var viðskiptaritstjóri og leiðarahöfundur.

Áður starfaði Óli meðal annars sem blaðamaður á Morgunblaðinu og ritstýrði tímaritinu Tölvuheimi – PC World á Íslandi frá 2002 til 2004.
Óli Kristján er með BA gráðu í ensku frá Háskóla Íslands og hefur lokið námi í Hagnýtri blaðamennsku frá sama skóla. Þá sat Óli í stjórn Blaðamannafélags Íslands frá 2008 til 2018, þar af varaformaður frá 2013.