Um Kom

KOM var stofnað árið 1986 og er elsta ráðgjafarfyrirtæki landsins á sviði almannatengsla. Fyrsta stórverkefni KOM fólst í uppsetningu, skipulagi og umsjón með fjölmiðlamiðstöð í Hagaskóla fyrir fréttamenn frá erlendum fjölmiðlum sem sendu fulltrúa sína til landsins vegna leiðtogafundar Gorbachev og Reagan í Höfða 1986. Síðan þá hefur KOM skipulagt óteljandi fundi, ráðstefnur og sýningar bæði á Íslandi, í Evrópu og Bandaríkjunum.

Í rúm 30 ár höfum við aðstoðað viðskiptavini okkar við stefnumótun og samskipti, bæði innanlands og erlendis. Verkefnin hafa verið margvísleg, en markmiðin ávallt þau sömu: að bæta árangur viðskiptavina okkar. Við trúum á stefnumótandi samstarf til langs tíma og við leggjum hart að okkur til að þú náir árangri. Við segjum hlutina eins og þeir eru og ráðum þér alltaf heilt. Bestu lausnirnar felast ekki endilega í stórbrotnum aðgerðum. Besti árangurinn hverju sinni grundvallast á faglegu mati og ígrunduðum hugmyndum þar sem viðfangsefnið er brotið til mergjar með hliðsjón af margvíslegum mögulegum lausnum. Við erum skuldbundin hagsmunum viðskiptavinanna og byggjum samstarfið á traustum grunni og höfum gagnkvæma hollustu að leiðarljósi. Þolinmæði og úthald eru okkar kjörorð. Þess vegna byggjum við á áralöngu samstarfi við viðskiptavini okkar. Ráðgjöf okkar byggist á heilindum, fagmennsku, langri reynslu og trúverðugleika. Þess vegna eru fremstu fyrirtæki, hagsmunasamtök og opinberu aðilar landsins meðal viðskiptavina okkar.

Ráðgjafar okkar búa yfir mikilli þekkingu og reynslu af störfum innan stjórnsýslunnar, fjölmiðla, markaðsmála, framleiðslu og þjálfunar.