Útgáfa

KOM hefur sent frá sér Iceland News Brief – iNB í aldrafjórðung. Fréttabréfið er mikilvæg upplýsingaveita fyrir þá, sem starfa í alþjóðlegu umhverfi og vilja fylgjast með gangi mála á Íslandi. Fréttabréfið er gefið út tvisvar í viku og inniheldur stutta samantekt frétta af íslenskum stjórnmálum og efnahagslífi. Áskrifendur eru stjórnendur erlendra fyrirtækja með starfsemi á Íslandi, íslensk sendiráð erlendis, sendiráð erlendra ríkja í stjórnmálasambandi við Ísland auk ræðismanna Íslands um allan heim og stjórnenda erlendra fjármálafyrirtækja. iNB er sent til áskrifenda á rafrænu formi.

KOM býður áhugasömum aðilum að gerast áskrifendur að iNB í þrjár vikur til prufu, sér að kostnaðarlausu. Frekari upplýsingar eru veittar í síma 540 8800 og í gegnum netfangið kom@kom.is.